Natracare eru ekki bara dömubindi og túrtappar. Natracare ein einstakt vörumerki sem lætur sér afar annt um bæði viðskiptavini sína sem og móðir jörð. Natracare tók saman nokkur vel valin ráð til þess að gera blæðingarnar þínar bærilega og líðan þína betri á meðan á þeim stendur.
Þú átt skilið aðeins það besta
Mikilvægt er að vera meðvitaður um val sitt á dömubindum og túrtöppum þar sem þær liggja á okkar viðkvæmustu svæðum og með gott aðgengi að blóðrásinni okkar. Sum dömubindi og túrtappar innihalda klór, latex, ilm- og litarefni. Einnig er algengt að notast er við plast í tíðarvörum. Þessi efni þjóna okkur ekki, sérstaklega þegar hugsað er til þess að oft eru tíðarvörur notaðar viku í senn einu sinni í mánuði. Þú átt skilið betra en eiturefni. Natracare notast einungis við 100% lífrænan bómull sem hentar einstaklega vel á þín viðkvæmustu svæði.
Slepptu gerviefnunum í nærfötunum
Mikilvægt er að nota bómullar- eða bambusnærföt, það tryggir að bakteríur og örverur haldi sig í burtu ásamt því að náttúrulega efni anda mun betur en gerviefni.
Skiptu um dömubindi og túrtappa oftar
Ein ástæða þess að sum dömubindi innihalda plast er til þess að gera þau rakadrægari. Þá finnur kona ekki eins mikið fyrir því að þurfa að skipta um dömubindi, sem getur ollið sveppasýkingu. Natracare notar ekki plast í dömubindi né túrtappana.
Hlúðu að móður jörð
Hver kona notar allt að 17.000 túrtappa og dömubindi yfir ævina, gott er að vita til þess að 100% lífræn dömubindi brotna niður í náttúrunni og skilur ekki eftir sig úrgang fyrir komandi kynslóðir.
Gerðu fallegt
Gaman er að hafa sér skúffu eða körfu þar sem dömubindin og túrtappanir eru geymdir. Þar eru allar tíðarvörunar á sínum stað og hægt er að hafa mismunandi vörur eftir hentugsemi. Til dæmis væri hægt að hafa þykkari dömubindi fyrir næturnar, túrtappa og innlegg eftir því sem hentar þér best hverju sinni.
Fylgstu með
Til eru ýmis konar öpp sem auðvelt er að hafa í símanum til þess að fylgjast með tíðarhringnum sínum. Einnig til að hjálpa þér að kynnast þínum tíðahring.
Farðu út
Þó að það sé vetur innra með þér og þig langar mest að fara upp í sófa með nýjustu þáttaröðinni á Netflix þá gæti það gert meira fyrir andlega og líkamlega heilsu að fara aðeins út í ferska loftið. Finndu þitt jafnvægi í þessu!
Hugaðu að hormónakerfinu
Vissir þú að hvað þú borðar getur haft áhrif á hormónakerfið þitt? Eins mikið og pizza og kaka getur verið notalegt, þá getur það valdið vanlíðan og þá er gott að muna eftir dökka súkkulaðinu og grænmetinu sem er ríkt af andoxunarefnum, trefjum og járni sem skilar sér mögulega í betri líðan.
Drekktu vatn
Þér kann að finnast óþarfi að drekka mikið vatn ef þú finnur fyrir uppþembu á blæðingum en það er mikilvægt samt sem áður að vökva sig vel og jafnvel dregið úr uppþembu þar sem líkaminn heldur ekki jafn vel í vökvamyndun (ath). Vatnsdrykkja getur hjálpað meltinga starfseminni sem blæðingar geta stundum haft áhrif á og komið betur á jafnvægi í líkamanum. Einnig hefur vatnsdrykkja jákvæð áhrif á orkustigið okkar og við verðum ferskari. Sérstaklega á blæðingu þegar það er meira vökvatap.
Farðu í bað
Heitt bað getur gert gott fyrir streitu og spenntan líkama, settu 1-2 bolla af epsom salti og slakaðu á. Einnig getur það hjálpað til með túrverki.
Sýndu þér mildi
Kona getur verið viðkvæmari þegar á blæðingum stendur og því getur verið gott að sýna sér mildi og tala við sjálfan sig eins og þú myndir gera við þína bestu vinkonu.
Deila grein
Fleiri greinar
Bleikur október og Natracare 2023 Natracare styrkir bleiku slaufuna um 200.000 kr og er það er fyrsta sinn sem Natracare á Íslandi [...]
Umhverfismerkið Svanurinn og Natracare voru bæði stofnuð árið 1989 og eiga það sameiginlegt að vilja vera betri fyrir umhverfið og heilsuna. Svanurinn [...]