Umhverfismerkið Svanurinn og Natracare voru bæði stofnuð árið 1989 og eiga það sameiginlegt að vilja vera betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Svanurinn skoðar allan lífsferilinn og skilgreinir helstu umhverfisþætti.

Natracare hugsar út í alla hringrásina þegar vara er framleidd. T.d er gróðursett tré fyrir hvert fellt tré, bómullin er lífrænt vottuð sem skaðar ekki lífríkið og Natracare tíðavörurnar brotna niður í náttúrunni.

Svanurinn setur strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreindir hafa verið svo sem: efnainnihald og notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, og gæði og ending.

Susie Hewson, stofnandi Natracare, vildi koma með tíðavörur á markað sem inniheldu engin eiturefni og hefðu ekki skaðandi áhrif á umhverfið. Natracare er t.a.m. eina fyrirtækið í Bretlandi með einnota vörur sem hefur fengið C-Label vottunarmerkið fyrir jarðgerðarvöru. Það þýðir að þú getur sett Natracare tíðavörunar í moltuna.

 

Hvað er Svansvottun?

Svanurinn passar að þekkt hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð.

Margir velja Natracare því þau vita þau nákvæmlega efnisinnihaldið í vörunni og vita að það leynast engin eiturefni í tíðavörunni. Þalöt og díoxín hafa fundist í tíðavörum nýlega sem samkvæmt heimasíðu Umhverfisstofnunar geta verið hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi.

 

Svanurinn herðir kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðar vörur og þjónusta eru í stöðugri þróun.

Natracare eru hvergi nærri hætt að framleiða umhverfisvænar tíðavörur og halda áfram að breiða út boðskap hreinna tíðavara. Sérstaklega í ljósi þess að hver kona notar um 11.000 tíðavörur á lífsleiðinni, einu sinni í mánuði, viku í senn, í um 40 ár.

Deila grein

Fleiri greinar

  • Bleikur október og Natracare 2023 Natracare styrkir bleiku slaufuna um 200.000 kr og er það er fyrsta sinn sem Natracare á Íslandi [...]

  • Umhverfismerkið Svanurinn og Natracare voru bæði stofnuð árið 1989 og eiga það sameiginlegt að vilja vera betri fyrir umhverfið og heilsuna. Svanurinn [...]

  • Byltingarkennda bleika línan frá Natracare er mætt til Íslands. Natracare Ultra extra pads eru frábrugðin því sem við þekkjum innan Natracare þar [...]